Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti í sjónum

Frá vettvangi við Straumsvík í kvöld
Frá vettvangi við Straumsvík í kvöld mbl.is/Júlíus

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-Sif nauðlenti í sjó við Straumsvík nú laust fyrir klukkan sjö í kvöld. Ekki er vitað um tildrög slyssins, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni voru fjórir menn um borð í þyrlunni en engin meiðsl urðu og er áhöfnin komin um borð í björgunarskipið Einar J. Sigurjónsson.

Unnið er að björgun þyrlunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert