Tyrkjaránsins minnst í Vestmannaeyjum

Skotið var af fallbyssunni í gamla hervirkinu á Skansinum í …
Skotið var af fallbyssunni í gamla hervirkinu á Skansinum í minningu um Tyrkjaránið 1627. mbl.is/Sigurgeir

Í dag eru 380 ár frá Tyrkjaráninu í Vestmannaeyjum. Í gær hófst minningarhátíð í Vestmannaeyjum en í gær afhjúpaður legsteinn séra Ólafs Egilssonar sem ritaði reisubók um veru sína í Alsír og ferðina heim. Dagskránni lýkur að kvöldi miðvikudags. Á vefnum sudurland.is kemur fram að Tyrkjaránið hafði hvergi jafn mikil áhrif og í Vestmannaeyjum en í þrjá daga fóru ræningjarnir frá Alsír rænandi og ruplandi um Heimaey. Þeir num á brott 242 Vestmannaeyinga og seldu sem þræla í Algeirsborg, drápu 36 en talið er að um 200 hafi tekist að fela sig, samkvæmt frétt sudurlands.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert