Víðsýni og umburðarlyndi aukið í sumarbúðum

Frá sumarbúðunum í Hjallaskóla
Frá sumarbúðunum í Hjallaskóla mbl.is/Brynjar Gauti
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur

ylfa@mbl.is

Alþjóðlegar sumarbúðir (Childrens International Summer Villages, CISV) standa nú yfir í Hjallaskóla í Kópavogi. Þar dvelja nú 48 ellefu ára börn frá tólf mismunandi löndum; tveir strákar og tvær stelpur frá hverju landi, auk fararstjóra. Að sögn Ástu Gunnarsdóttur, formanns íslensku deildar sumarbúðanna, er megintilgangur búðanna að kenna börnunum að lifa í sátt og samlyndi, óháð trúarbrögðum og stjórnmálum.

Til þess að ná því fram er farið í alls konar leiki. Sumir þeirra ganga út á að setja sig í spor annarra, t.d. eru í búðunum börn úr ríkum sem fátækum fjölskyldum og eru þau látin skipta um hlutverk. Aðrir leikir sýna fram á afleiðingar stríða sem og hvernig það er að búa við fötlun en þá eru sum börn látin eyða deginum með bundið fyrir augun meðan önnur þurfa að fara allra sinna ferða í hjólastól. "Þetta eru leikir til að sýna þeim allar hliðar á lífinu," segir Ásta.

Eftir leikina fara fram umræður til þess að krakkarnir skilji út á hvað þeir gengu. "Þetta er alveg rosalega mikil upplifun fyrir börnin."

Skemmtilegast að kynnast nýjum krökkum

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert