Flugfélagið Ernir eykur öryggi í þjónustu sinni við landbyggðina. Ný farþegaflugvél kom til landsins í gær og segir eigandi flugfélagsins hana tryggja að flugvél verði ávallt til taks á flugleiðum félagsins. Hingað til hefur félagið aðeins átt eina vél og þegar hún hefur farið í reglubundið eftirlit hefur ekki verið til önnur flugvél til vara á landinu.
Ernir tók nýlega við flugi á fjóra staði á landinu, Höfn, Sauðárkrók Gjögur og Bíldudal. Eigandi flugfélagsins segist merkja aukningu á farþegum og segir hann farþegafjöldann síður minni á veturna en á sumrin, þar sem vegirnir að sumum stöðunum eru illfærir yfir vetrartímann. Þá er flug nánast eina leiðin sem notuð er til að flytja vörur og fólk til og frá Gjögri.