Hagkvæmnisskilnaður á áttræðisaldri

Eftir Björgu Magnúsdóttur - bjorg@bladid.net

Hjónum á áttræðisaldri sem búa á suðvesturhorninu var ráðlagt af fulltrúa sýslumanns að skilja af hagkvæmnisástæðum. Við skilnað myndu kjör þeirra batna og bætur frá ríkinu aukast. Þetta kemur fram í Blaðinu í dag.

Konan, sem er yfir sjötugt, hefur farið milli dvalarheimila síðustu fimm ár eftir að hún skaddaðist á heila. Eiginmaðurinn segir það algera martröð að hafa barist við kerfið til þess að koma konu sinni á dvalarheimili í sínum heimabæ. „Ég er að verða brjálaður á barningnum við kerfið. Í landslögum segir að ef borgari 67 ára að aldri óski eftir því að komast inn á stofnun skuli hann eiga þess kost. Það hefur alls ekki gengið eftir í okkar tilviki vegna biðlista sem ekkert virðist saxast á.“

Nánar í Blaðinu í dag

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert