Karlmaður á þrítugsaldri var fluttur á slysadeild eftir óhapp á svokölluðu trampólíni um helgina. Maðurinn fékk slæma byltu og skurð í andlit og féll í yfirlið í skamma stund. Málsatvik voru þau að ungt fólk var að skemmta sér í úthverfi á höfuðborgarsvæðinu mjög snemma morguns og var áfengi haft um hönd.
Svo virðist sem einhver í samkvæminu hafi fengið þá hugmynd að spreyta sig á trampólíni en það getur að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu verið varasamt ef öll skilningarvitin eru ekki í lagi