Vegna mikilla blæðinga í malbiki á Kræklingahlíð norðan Akureyrar eru vegfarendur beðnir að sýna sérstaka aðgát meðan þetta ástand varir og fylgja fyrirmælum um lækkun á umferðarhraða, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.
Vegna framkvæmda verður Vatnsfjarðarvegur númer 633 lokaður frá klukkan 07:00 miðvikudaginn 18. júlí til hádegis laugardaginn 21. júlí. Opið verður út í Reykjanes úr Mjóafirði.
Unnið er við fræsun og malbiksframkvæmdir á gatnamótum Vesturlandsvegar og Þingvallavegar. Malbikaður verður fyrri hluti hringtorgs að vestanverðu við Vesturlandsveg. Vegfarendur eru beðnir að sýna sérstaka aðgát meðan þetta ástand varir og fylgja fyrirmælum um tímabundna lækkun á umferðarhraða.
Búið er að gera við skemmdir á klæðningu á Þingvallavegi við Grafningsvegamót. Vegfarendur eru þó enn beðnir að sýna aðgát vegna steinkasts.