OR selur Gagnaveituna

Húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur
Húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur mbl.is/Sverrir
Eftir Elías Jón Guðjónsson - elias@bladid.net

„Gagnaveita Reykjavíkur verður seld ef sanngjarnt verð fæst fyrir hana,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri Reykjavíkur. Nú stendur yfir undirbúningsferli vegna sölu fyrirtækisins þar sem gert verður verðmat á fyrirtækinu og leitað eftir kaupendum. Gagnveita Reykjavíkur er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur og hét áður Lína.net. Greint er frá þessu í Blaðinu í dag.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segist ekki vita til annars en að sátt ríki um söluna á Gagnaveitu Reykjavíkur. „Enda hef ég sagt að það sé óeðlilegt að Orkuveitan standi í samkeppnisrekstri hvað þetta varðar. Það eru fleiri fyrirtæki sem geta gert þetta. Við eigum fyrst og fremst að vera í því að framleiða rafmagn, heitt vatn og kalt vatn og gera það á eins hagstæðan hátt og kostur er,“ segir Vilhjálmur.

Nánar í Blaðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert