Stökk út úr bílnum er hann rann í sjóinn

Geir Ingvarsson

Nýr vörubíll fór í sjóinn í Kópavogshöfn um klukkan tólf í dag. Samkvæmt upplýsingum lögreglu varð óhappið á losunarstað fyrir vörubíla þar sem þeir sturta úrgangi í sjóinn. Af einhverjum ástæðum gaf jarðvegurinn sig með þeim afleiðingum að bíllinn rann aftur á bak fram af bakkanum. Ökumanninum tókst hins vegar að stökkva út og er hann ómeiddur. Hús bílsins stendur upp úr sjónum en töluverð vinna mun vera framundan við að ná bílnum á land þar sem lækka þarf bakkann til þess. Samkvæmt upplýsingum lögreglu virðist bíllinn lítið skemmdur nema hugsanlega af sjó.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert