TF-Sif komin á land

TF SIF komin í land í nótt
TF SIF komin í land í nótt mbl.is/Friðrik

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar TF-Sif sem nauðlenti í sjó við Straums­vík í gær­kvöldi náðist á land í nótt. Var hún dreg­in til Hafn­ar­fjarðar og tek­in á land þar.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Land­helg­is­gæsl­unn­ar gengu aðgerðir á staðnum von­um fram­ar. Flot­holt­um var skotið út strax eft­ir nauðlend­ing­una til að halda þyrlunni á floti en það tókst ekki sem skyldi og hvolfdi þyrlunni. Eft­ir það þurftu kafar­ar að vinna ákveðin sér­fræðistörf í sjón­um og gekk það vel. Aðgerðum Land­helg­is­gæsl­unn­ar á vett­vangi er að ljúka og er málið nú í hönd­um Rann­sókn­ar­nefnd­ar flug­slysa.

Fjór­ir voru við æf­ing­ar um borð í þyrlunni er henni var nauðlent og komust þeir all­ir heilu og höldnu um borð í björg­un­ar­bát­inn Ein­ar J. Sig­ur­jóns­son.

Þyrl­an kom til lands­ins árið 1985. Hún hef­ur áður lent í óhappi en henni var nauðlent á Snæ­fellsnesi fyr­ir rúm­um sex árum eft­ir að hún skemmd­ist við það að fljúga á lá­rétt­an vind­strók.

mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert