Áfengisverð 126% hærra en í ESB

mbl.is/Ásdís
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynur@bladid.net

Áfengisverð hér á landi var í fyrra 126 prósentum yfir meðalverði í Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands, sem byggðar eru á könnun frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Aðeins í Noregi var verð áfengis hærra. Á sama tíma var matarverð á Íslandi 63% yfir meðalverði í ESB. Þetta kemur fram í Blaðinu í dag.

Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segir að áfengisstefnan sé gjaldþrota og nær sé að taka upp stefnu, sem byggi á forvörnum en ekki bönnum. Magnús Oddsson ferðamálastjóri gagnrýnir háa álagningu veitingastaða á áfengi.

Nánar í Blaðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka