Byggðaráð Borgarbyggðar hvetur til mótunar byggðastefnu

Frá Borgarnesi
Frá Borgarnesi mbl.is

Á fundi byggðaráðs Borgarbyggðar í morgun var einróma samþykkt bókun sem hvetur ríkisstjórn Íslands til að móta nú þegar byggðastefnu sem styrkir búsetu á landsbyggðinni. Þá lýsir byggðaráðið sig reiðubúið að taka þátt í að stofna Nýsköpunarsjóð Vesturlands sem hafi það að markmiði að efla sprotastarsemi á Vesturlandi.

„Byggðaráð Borgarbyggðar hvetur ríkisstjórn Íslands til að móta nú þegar byggðastefnu sem styrkir búsetu á landsbyggðinni en horfist jafnframt í augu við þær breytingar sem orðið hafa á undanförnum áratugum í þróun byggðar í landinu. Ljóst er að byggðaþróun er flókið samspil breyttrar tækni og menningar en síður afleiðing af einstaka ákvörðunum stjórnvalda. Mikilvægt er að mótuð sé stefna um uppbyggingu opinberrar þjónustu sem styðji við eðlilega og raunhæfa byggðaþróun.

Byggðaráð Borgarbyggðar lýsir sig reiðubúið að taka þátt í að stofna Nýsköpunarsjóð Vesturlands sem hafi það að markmiði að efla sprotastarfsemi á Vesturlandi og þannig auka fjölbreytni í atvinnulífi sem við teljum nauðsynlega forsendu frekari uppbyggingar og fólksfjölgunar á svæðinu,” að´því er segir í ályktun byggðaráðs Borgarbyggðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert