Flestir með gervilimi frá Össuri

Höfuðstöðvar Össurar
Höfuðstöðvar Össurar
Eftir Elías Jón Guðjónsson
elias@bladid.net

Flestir bandarískir hermenn, sem missa útlimi í stríðinu í Írak, hafa fengið gervilimi frá Össuri hf. Þetta kemur fram í Blaðinu í dag.

„Það eru þess dæmi að hermenn sem hafa fengið gervilimi frá okkur hafa farið aftur í herinn," segir Jón Sigurðsson forstjóri Össurar í samtali við Blaðið. Hann nefnir dæmi af einum talsmanni fyrirtækisins í Bandaríkjunum. „Hann hætti ekki í hernum þrátt fyrir að hafa misst fót," segir Jón. Hann segir það skipta herinn miklu máli að geta haldið mönnum í herþjónustu þrátt fyrir slys enda liggi mikill kostnaður í þjálfun hvers hermanns.

Sjá nánar í Blaðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert