Hálendið hefur sérstakt seiðmagn

Fjölmargir ferðamenn hafa farið um Landmannalaugar í sumar og hefur þeim fjölgað jafnt og þétt með hverri vikunni. Landmannalaugar eru einn mest sótti viðkomustaður á hálendinu og þá ekki síst meðal fjallgöngumanna, en þar hefja einmitt margir göngu um Laugaveginn, sem er vinsælasta gönguleið landsins. Þessir göngugarpar fetuðu sig niður einstigið á Bláhnúki, en þaðan er útsýnið stórbrotið yfir Jökulgilið og inn að laugunum þar sem er svo gott að skola af sér ferðarykið.

Stöðug umferð er nú um hálendið allt en skálaverðir virðast þó sammála um að landið beri fjöldann vel enda landflæmið mikið og umgengnin góð. Skálavörður í Landmannalaugum, Sólrún Jónsdóttir, segir að flestir fari að reglum en það sé helst afmörkun tjaldsvæðanna sem litið sé hjá. "Þetta er innan friðlands svo fólk má ekki leggja bílnum og tjalda hvar sem er. Margir vilja planta sér hvar sem þeim hentar og helst hafa bílinn við hliðina á tjaldinu, en þetta svæði býður bara ekki upp á það."

Þrátt fyrir allt virðist þó sambúð manns og náttúru ganga vel og hefur fjölgun ferðafólks enn ekki svipt hálendið dulúðinni sem það er sveipað í huga svo margra.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert