Loftfar brotlendir á Grænlandsjökli

Hópur flugmanna frá franska þyrlusambandinu hélt upp á hundrað ára afmæli þyrlunnar með því að fljúga frá París til Oshkosh í Bandaríkjunum. Þar fer fram flugsýningin Airventure 2007, en frönsku þyrluflugmennirnir hafa kosið að kalla ferð sína yfir hafið Heliventure 2007.

Á Reykjavíkurflugvelli í gær var flugmaður sérsmíðaðrar ULM-UltraLight loftfars að leggja af stað til Frakklands. Hann fylgdi þyrlunum yfir hafið frá Frakklandi, ásamt aðstoðarmanni sínum. Það tekur 26 klukkustundir að fljúga yfir slíku loftfari til Íslands með viðkoma á Skotlandi og Færeyjum.

Samkvæmt upplýsingum frá Flugstoðum hætti fólkið við að snúa aftur til Frakklands og gerði aðra tilraun til að komast til Grænlands. Þau komust til Kulusuk, en allt bendir til þess að loftfar þeirra hafi brotlent á Grænlandsjökli í gærkvöldi á leið frá Kulusuk til vesturstrandar Grænlands að sögn rannsóknarnefndar flugslysa í Danmörku. Þau sáust þegar flogið var yfir slysstaðinn á jöklinum, en beðið er eftir því að veður skáni svo hægt sé að senda þyrlur og björgunarlið á staðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert