Mótmælendur hlekkja sig við tæki

Mótmælendurnir hafa hlekkjað sig við veginn sem liggur upp að …
Mótmælendurnir hafa hlekkjað sig við veginn sem liggur upp að álverinu á Grundartanga. mbl.is/Júlíus

Tveir mótmælendur samtakanna Saving Iceland hafa farið inn á athafnasvæði álvers Norðuráls á Grundartanga og hlekkjað sig við tæki. Þá hefur annar þeirra klifrað upp í byggingarkrana, sem er nokkurra metra hár. Að sögn lögreglunnar á Borgarnesi er verið að kanna hvort fleiri mótmælendur hafi farið inn á vinnusvæðið.

Lögreglan segist ekki hafa heyrt af því að aðgerðirnar hafi truflað starfssemina á svæðinu. Engin leyfi hafa hinsvegar fengist fyrir mótmælunum.

Búið er að opna hjáleið fram hjá mótmælendunum, sem hlekkjuðu sig við veginn upp að álveri Norðuráls, en hún liggur í gegnum svæði verksmiðju Íslenska járnblendifélagsins og inn til álversins. Umferðin um svæðið er því farin að farin að ganga greiðlega. Lögreglan segir að ekki hafi komið til neinna átaka eða ryskinga í tengslum við mótmælin.

Mótmælendurnir segja mótmælin vera friðsöm og að verið sé að vekja athygli á náttúruspjöllum og þeirri mengun sem komi frá verksmiðju Íslenska járblendifélagsins og álverinu.

Um 10 lögreglumenn frá Borgarnesi, Akranesi og Reykjavík eru á staðnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert