Mótmælendur loka enn veginum að Grundartanga þrátt fyrir að hjáleið hafi verið opnuð og eru a.m.k. þrír mótmælendur uppi í byggingarkrana á svæðinu. Lögregla hefur ekki haft bein afskipti af mótmælendunum og er verið er að vinna að því að semja við þá um friðsamleg lok á mómælunum.
Í fréttatilkynningu frá Saving Iceland samtökunum, sem standa að mótmælunum, segir að tilgangur þeirra sé að mótmæla áformum um nýja álbræðslu Century í Helguvík og stækkun á verksmiðju Járnblendifélags Íslands.
Þá er haft eftir Snorra Páli Úlfarssyni, meðlimi samtakanna, að ,,fáránlegt” sé að verkfræðifyrirtæki sem hafi mikla hagsmuni af byggingu álversins í Helguvík sé ætlað að skila hlutlægu mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Þá eru rökfærslur í matinu gagnrýndar og sett út á að jarðhitaboranir sem álbræðslan kalli á séu ekki nefndar í matinu.