Mótmælendur á Grundartanga hættu fyrir stundu mótmælum sínum sjálfviljugir. Fólk sem lá á veginum að Grundartanga hætti fyrst en setti lögregla þau skilyrði að þeir sem höfuð komið sér fyrir í byggingarkrana á svæðinu færu einnig niður og að fólkið framvísaði skilríkjum. Að þeim skilyrðum uppfylltum fékk svo fólkið að fara frjálst ferða sinna.