Púðunum sem stolið var af myndlistarsýningunni Maður með mönnum í Edinborgarhúsinu á Ísafirði hefur verið skilað.
„Púðarnir voru sendir frá Reykjavík klukkan fimm í gær“, segir Jón Sigurpálsson, einn af forsvarsmönnum Myndlistarfélags Ísafjarðar, í samtali við Bæjarins besta, en þess má geta að púðarnir voru af einhverjum ástæðum sendir til Hótel Eddu. „Þetta var alveg nafnlaust“, segir Jón.