Púðaþjófur sá að sér

Mynd af Bæjarins besta

Púðunum sem stolið var af myndlistarsýningunni Maður með mönnum í Edinborgarhúsinu á Ísafirði hefur verið skilað.

„Púðarnir voru sendir frá Reykjavík klukkan fimm í gær“, segir Jón Sigurpálsson, einn af forsvarsmönnum Myndlistarfélags Ísafjarðar, í samtali við Bæjarins besta, en þess má geta að púðarnir voru af einhverjum ástæðum sendir til Hótel Eddu. „Þetta var alveg nafnlaust“, segir Jón.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert