Réttindalaus eftir dvöl erlendis

Eftir Björgu Magnúsdóttur
bjorg@bladid.net

„Það liggur við að ferðamenn hafi meiri réttindi en ég," segir Hildur Heimisdóttir, 27 ára tveggja barna móðir sem er nýflutt aftur til Íslands eftir fimm ára búsetu í Danmörku.

Í Blaðinu í dag kemur fram að þótt hún hafi haft skattalega lögheimilisfestu hér á landi og verið í fjarnámi við íslenska skóla, hefur hún hvorki rétt til fæðingarorlofs né atvinnuleysisbóta þegar hún flytur heim.

„Það kom ansi flatt upp á mig hversu hratt réttindi mín fyrndust þar sem ég hef alltaf verið í fjarnámi á Íslandi og borgað skólagjöld þangað, er fædd og uppalin á Íslandi og hef verið hérna á sumrin síðustu ár. Ég hélt að það væri nóg til þess að halda í réttindi mín," seg­ir Hildur.

Sjá nánar í Blaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert