Salaskóli heimsmeistari grunnskólasveita í skák

Skáksveit Salaskóla er fyrsta íslenska skáksveitin sem hampar heimsmeistaratitli.
Skáksveit Salaskóla er fyrsta íslenska skáksveitin sem hampar heimsmeistaratitli. mbl.is/Eyþór

Skáksveit Salaskóla varð í dag heimsmeistari grunnskólasveita á skákmóti sem fram fór í Tékklandi þrátt fyrir naumt tap gegn suður-afrískri sveit í lokaumferðinni. Fram kemur á vefnum skak.is að þetta sé í fyrsta sinn sem íslensk skáksveit hampi heimsmeistaratitli.

Heimsmeistaramót grunnskólasveita hófst 12. júlí í Pardubice í Tékklandi og er hluti af Czech Open skákhátíðinni.

Sveit Salaskóla skipa:

  1. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 2 v. af 9
  2. Patrekur Maron Magnússon 6 v. af 9
  3. Páll Andrason 5 v. af 9
  4. Guðmundur Kristinn Lee 3,5 v. af 7
varam. Birkir Karl Sigurðsson 0,5 v. af 2

Þjálfari krakkanna er Hrannar Baldursson.

Staða efstu liða:

  1. Salaskóli 17 v.
  2. Suður-Afríka 16 v.
  3. Suður-Afríka 13,5 v.
Skák.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka