Maður, sem handtekinn var vegna gruns um vopnaburð við verslun 10 11 í Austurstræti um klukkan sex í morgun, skaut af startbyssu fyrir framan verslunina áður en hann fór þangað inn. Afgreiðslumaður í versluninni bað í kjölfar þess um aðstoð lögreglu og var sérsveitarbíll sendur á staðinn.
Maðurinn komst út úr versluninni en var handtekinn skömmu síðar. Hann hafði þá falið vopnin í runna en vísaði lögreglu á þau. Um var að ræða eina startbyssu og þrjár leikfangabyssur.