Skaut af startbyssu við verslun í miðbænum

Maður, sem hand­tek­inn var vegna gruns um vopna­b­urð við versl­un 10 11 í Aust­ur­stræti um klukk­an sex í morg­un, skaut af start­byssu fyr­ir fram­an versl­un­ina áður en hann fór þangað inn. Af­greiðslumaður í versl­un­inni bað í kjöl­far þess um aðstoð lög­reglu og var sér­sveit­ar­bíll send­ur á staðinn.

Maður­inn komst út úr versl­un­inni en var hand­tek­inn skömmu síðar. Hann hafði þá falið vopn­in í runna en vísaði lög­reglu á þau. Um var að ræða eina start­byssu og þrjár leik­fanga­byss­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert