Sniglarnir efna til hópaksturs

Árni Torfason

Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, efna til "keyrslu" í dag, miðvikudag. Allir eru boðnir velkomnir til þátttöku, bæði bílar og bifhjól, að því er fram kemur í frétt frá samtökunum.

Tilgangur keyrslunnar er sagður að sýna fram á að bifhjól og bifreiðir eiga samleið í umferðinni og minna á að tillitssemi á milli manna er lykill að öruggri umferð. Ökumenn bifhjóla séu flestir einnig ökumenn bifreiða sem sýni það að þessir tveir hópar eiga margt sameiginlegt.

"Keyrslunni er einnig ætlað að minna okkur á þá ábyrgð sem við tökumst á hendur þegar við setjumst upp á hjólið eða undir stýrið á bifreið. Við verðum að vera vel vakandi, nota öryggisbeltin og aka eftir aðstæðum," segir þar einnig.

Farið verður frá planinu á Kentucky Fried Chicken í Mosfellssveit kl. 18.30 og ekið inn að Gljúfrasteini. Þar verður snúið við og ekið inn í Mosfellssveit.

Í fréttinni segir í lokin að vonandi sjái sem flestir sér fært að mæta og til að minna á notkun öryggisbeltanna verði ökumenn bifreiða að sjálfsögðu með sín belti spennt en bifhjólamenn geti sýnt sinn vilja í verki með að spenna um sig hvítan borða sem liggur þvert yfir bringuna eins og bílbelti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert