Veiðiþjófnaður í laxveiðiám vaxandi vandamál

Einar Falur Ingólfsson

efi@mbl.is

„Þessir veiðiþjófar eru alltaf eitthvað á ferðinni. Við náðum síðast einum í gærkvöldi, þá var hann að setja saman stöngina við Sjávarfoss, einn helsta veiðistaðinn í ánni," sagði Jón Þ. Einarsson veiðivörður við Elliðaárnar í gær.

Í fyrrasumar fór að bera á auknum ágangi veiðiþjófa við Elliðaárnar og enn frekar í sumar, þannig að gæsla við árnar hefur verið stóraukin. Má nú segja að engin laxveiðiánna næst höfuðborgarsvæðinu hafi ekki orðið fyrir barðinu á veiðiþjófum í sumar, og munu í öllum tilvikum vera um erlenda karlmenn að ræða. Stundum sýna þeir Veiðikortið, þegar þeir eru krafðir um veiðileyfi, í öðrum tilvikum hafa þeir horfið á hlaupum.

Veiðiþjófar hröktu lögmætan leyfishafa frá Alviðru

Þegar veiði hófst formlega í Laxá í Kjós og Bugðu í júní, höfðu kvöldið áður verið gripnir þrír erlendir karlmenn með spúnastangir við Bugðu. Voru stangir þeirra og aflinn, einn urriði, gerðar upptækar. Í síðustu viku stöðvuðu réttmætir veiðimenn í Leirvogsá, einni bestu veiðiá landsins, tvo karlmenn sem voru að veiða þar í óleyfi. Héldu þeir mönnunum þar til lögreglan kom á staðinn, tæpum einum og hálfum tíma síðar.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert