Barn keyrði á konu með barnavagn

Ungur drengur, 4-5 ára, sem var einn í bíl, setti hann í gír með þeim afleiðingum að bíllinn lenti á konu með barnavagn. Atvikið átti sér stað í Vestmannaeyjum í gær. Bíllinn með drengnum í rann dágóðan spöl, hátt í 200 metra, að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum, niður nokkurn halla og beygði inn á götu þar sem hann lenti á konunni. Bíllinn lenti að litlu leyti á vagninum en móðirin náði að þeyta vagninum frá sér og tók sjálf mesta höggið. Hún kastaðist nokkurn spöl en að sögn lögreglu var mesta mildi að hún lenti ekki undir bílnum.

Bíllinn hélt áfram og endaði á hlöðnum vegg sem stóð við einkagarð. Veggurinn brotnaði við höggið. Konan var flutt á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja, slösuð á mjöðm. Ökumaður sem sá drenginn stýra bílnum hringdi á lögregluna. Sá hafði rétt náð að sveigja sér undan bílnum. Loftpúðar blésu ekki út í bíl drengsins, hvorki við að lenda á konunni né veggnum, en að sögn lögreglunnar sakaði barnið ekki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka