Hæg suðvestlæg eða breytileg átt á landinu

Veðurstofan spáir hægri suðvestlægri eða breytilegri átt á landinu í dag og að það þykkni upp vestantil. Sunnan og suðvestan 5-8 m/s verða í dag og lítilsháttar rigning eða súld á vestanverðu landinu, en hægari og bjartviðri austan til. Með kvöldinu snýst í suðaustlægari vind. Hiti verður 11 til 20 stig, hlýjast austanlands.

Næstu daga er gert ráð fyrir suðlægum áttum og síðar austlægum og vætu víða um land. Fremur milt verður í veðri. Á miðvikudag snýst síðan í norðaustanátt og kólnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert