Ingibjörg Sólrún hitti Abbas og Fayyad á Vesturbakkanum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra. mbl.is/RAX

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hitti Salam Fayyad, forsætisráðherra nýrrar heimastjórnar Palestínumanna, og Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínumanna, í Ramallah á Vesturbakkanum í dag auk þess sem hún fræddist um starf Flóttamannahjálpar SÞ á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna.

Samkvæmt upplýsingum Þórðar Snæs Júlíussonar, blaðamanns Blaðsins, sem er í fylgd með Ingibjörgu, kom það hópnum helst á óvart við komuna til Ramallah hversu líflegt götusamfélag er þar. Sagði hann í samtali við blaðamann mbl.is í dag að hann hafi búist við að stemningin á Vesturbakkanum væri þrúgaðri en hún reyndist vera í Ramallah. Ljóst sé að það búi alls ekki allir í vellystingum þar en að samfélagið virðist þó virkt með vörum í verslunum, leigubílum og tónlist á götunum.

Ingibjörg Sólrún og föruneyti hennar er nú á leið aftur til Jerúsalem frá Vesturbakkanum en á morgun mun hópurinn heimsækja Betlehem, sem einnig er á Vesturbakkanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert