Leitað að þýskum ferðamönnum á báti við Bolungarvík

mbl.is

Björgunarsveitir á Vestfjörðum hafa verið kallaðar út til að leita að þýskum hjónum sem fóru frá Bolungarvík laust eftir klukkan tvö í dag á báti af gerðinni Bobby. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er hefur fólkið litla sem enga reynslu af siglingum á sjó og engin réttindi, þau hafa ekki svarað kalli í bátinn í dag og var því ákveðið að hefja leit að þeim.

Þeir sem verða varir við bátinn eru beðnir um að hafa sambandi við Landhelgisgæsluna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert