Minnisvarði um Bríeti mun rísa í miðborginni

Reisa á minnisvarða um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur kvenréttindakonu á horni Amtmannsstígs …
Reisa á minnisvarða um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur kvenréttindakonu á horni Amtmannsstígs og Ingólfsstrætis. mbl.is/Sverrir

Undirbúningur er nú hafinn að uppsetningu minnisvarða um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur kvenréttindakonu á horni Amtmannsstígs og Ingólfsstrætis. Þar er nú verið að snyrta og rýma til fyrir minnisvarðanum og hafa meðal annars nokkur gömul tré verið söguð niður. Að sögn Arnar Sigurðssonar, sviðsstjóra umhverfissviðs Reykjavíkurborgar, þótti tilvalið að fegra reitinn af þessu tilefni og voru því m.a. trén tekin til að minnismerkið fengi betur notið sín.

"Það voru þarna um fjögur tré fjarlægð því þau ýmist stóðu of þétt saman, of nálægt húsvegg eða voru bara hreinlega orðin léleg," segir Örn. Í miðborginni standa þónokkur stór og reisuleg tré og eru sum þeirra friðuð. Það á hins vegar ekki við um trén við Amtmannsstígsreitinn og segir Örn hugsanlegt að fleiri verði fjarlægð. "Íbúar í kring hafa óskað eftir að við tökum fleiri tré en við höfum ekki alveg fallist á það ennþá. Það gæti þó verið að tvö til þrjú í viðbót yrðu tekin."

Það er Ólöf Nordal myndlistarmaður sem hannar minnismerkið um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, en undirbúningsstarfið var leitt af Kvennasögusafni, Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum og Kvenréttindafélagi Íslands, sem fagnar einmitt 100 ára afmæli sínu í ár.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert