Óska eftir næturferðum Herjólfs í tengslum við þjóðhátíð

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur.
Vestmannaeyjaferjan Herjólfur.

ÍBV íþróttafélag hefur óskað eftir því að næturferðum verði bætt við áætlun Herjólfs aðfaranótt miðvikudagsins 1. ágúst og aðfaranótt fimmtudagsins 9. ágúst. Segir í beiðni ÍBV að búist er við enn fleiri þjóðhátíðargestum í ár heldur en fyrri ár.

Stefnir í fjölmennustu þjóðhátíðina

„Ástæða þessarar beiðni er að fyrirsjáanlegt er að aukin straumur ferðamanna mun verða á þessa þjóðhátíð miðað við það sem áður hefur verið. Forsendur þessarar ályktunar er gríðarlegur fjöldi fyrirspurna til félagsins, viðbrögð við forsölu og bókanir í flug og Herjólf. Flest virðist því stefna í stærstu þjóðhátíð hingað til," að því er segir í beiðni ÍBV.

Svo hljóðandi afgreiðslu er að finna í fundargerð bæjarráðs frá því þriðjudaginn 17. júlí.

„Fyrir lá erindi frá ÍBV íþróttafélagi vegna næturferða Herjólfs yfir þjóhátíð. Þar kemur fram að fyrirsjáanlegt er verulegt álag á Herjólf vegna þjóðhátíðar og líklegt sé að þörf verði fyrir fleiri næturferðir með Herjólfi en nú eru á áætlun. Því óska þeir eftir því að Vestmannaeyjabær beiti sér fyrir því að næturferð verði bætt við aðfararnótt miðvikudagsins 1. ágúst n.k. og aðfaranótt fimmtudagsins 9. ágúst nk.

Bæjarráð samþykkir erindið og tekur undir óskir ÍBV íþróttafélags. Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma óskunum á framfæri við Eimskip og samgönguyfirvöld.

Hér með óska ég því eftir því fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar að næturferðum verði bætt við áætlun Herjólfs aðfaranótt miðvikudagsins 1. ágúst og aðfaranótt fimmtudagsins 9. ágúst.

Óskað er eftir svörum við beiðni þessari eigi síðar en 24. júlí enda mikilvægt að gestir geti hagað ferðum sínum með vissu um öruggar og tíðar samgöngur," að því er segir í beiðni Elliða Vignissonar, bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert