Sló samfanga í knattspyrnuleik

Frá Litla Hrauni.
Frá Litla Hrauni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt refsifanga á þrítugsaldri í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og fíkniefnabrot. Honum er einnig gert að greiða fórnarlambi sínu 220 þúsund krónur í skaðabætur.

Manninum var gefið að sök að hafa í knattspyrnuleik á Litla-Hrauni slegið samfanga í andlitið með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði og hlaut skurði og mar á nefi. Ákærði neitaði sök en með framburði vitna var hann sakfelldur.

Honum var að auki gefin að sök varsla fíkniefna en við leit í klefa hans fundust 5,45 g af hassi. Maðurinn neitaði að hafa átt hassið og sagði tíu samfanga hafa aðgang að klefanum. Skýringar ákærða voru ekki teknar gildar.

Héraðsdómarinn Ástríður Grímsdóttir kvað upp dóminn.

Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður sótti málið en Brynjar Níelsson hrl. varði manninn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert