„Það er mjög merkilegt að vera hérna vegna þess að það er gríðarleg deigla hérna, einmitt þessa daga," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær, að kvöldi þriðja dags Mið-Austurlandaheimsóknar hennar.
"Margir telja að nú sé ákveðið tækifæri hérna, að það sé að opnast glufa til að ná samningum og koma á friði, en hún geti lokast mjög fljótt aftur hafi menn ekki hraðar hendur. Og það er mjög mikill vilji til þess að finna aðila sem geta haft milligöngu," sagði ráðherra. "Ég hef heyrt í dag hjá fulltrúum þeirra sem sitja á ísraelska þinginu að þeir telja að Ísland geti haft hlutverki að gegna ef að við raunverulega viljum og setjum okkur inn í mál og sýnum áhuga. Og þá ekki síst vegna þess – sem er náttúrlega kannski dálítið merkilegt – að við stöndum utan við allar stórar valdablokkir."
Ingibjörg var ávörpuð á ísraelska þinginu, Knesset, og þar var íslenska þjóðin og utanríkisráðherra hennar hyllt með lófataki.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.