VG lýsir yfir áhyggjum vegna undirbúnings við álver

Þing­flokk­ur Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs lýs­ir mikl­um áhyggj­um vegna þeirr­ar stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar að heim­ila að áfram sé haldið und­ir­bún­ingi ál­verk­smiðja í Helgu­vík, í Straums­vík, á Húsa­vík og víðar í skjóli út­gef­inna rann­sókna­leyfa til orku­öfl­un­ar. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá VG.

„Yf­ir­lýst stefna rík­is­stjórn­ar­inn­ar breyt­ir að mati tals­manna orku­fyr­ir­tækj­anna engu um þessi fram­kvæmda­áform, þótt annað hafi verið gefið í skyn af iðnaðarráðherra.

Þing­flokk­ur VG krefst þess að hvorki verði gerðir samn­ing­ar við stóriðju­fyr­ir­tæki né út­hlutað rann­sókna­leyf­um til orku­fyr­ir­tækja á meðan unnið er að nátt­úru­verndaráætl­un fyr­ir tíma­bilið 2008–2012 og lokið við ramm­a­áætl­un um nýt­ingu vatns­afls og jarðvarma. Sá tími sem ætlaður er til þess verks fyr­ir árs­lok 2009 er aug­ljós­lega of knapp­ur, ljóst er að Alþingi þarf meira ráðrúm til úr­vinnslu og ákv­arðana en rík­is­stjórn­in ger­ir ráð fyr­ir.

Fjöl­mörg atriði styðja þá skoðun að nú beri að staldra við með alla frek­ari stóriðju­upp­bygg­ingu hér­lend­is:

Kyótó­bók­un­in um sam­drátt í meng­un and­rúms­lofts­ins er til end­ur­skoðunar og full­komið óráð að heim­ila frek­ari los­un frá stóriðju áður en stefnu­mót­un fyr­ir tíma­bilið eft­ir 2012 ligg­ur fyr­ir.
Vax­andi óvissa er um þróun orku­verðs á heims­markaði, bæði vegna styrj­ald­ar­átaka og að olíu­fram­leiðsla held­ur ekki í við sí­vax­andi eft­ir­spurn.
Bar­átta ál­hring­anna um markaðsyf­ir­ráð og gróða hvet­ur til mik­ill­ar var­færni í sam­skipt­um við þá, hvað þá um frek­ari samn­inga um orku­sölu til langs tíma.

Þing­flokk­ur VG legg­ur áherslu á nauðsyn þess að horfið verði frá stóriðju­stefn­unni og tel­ur mik­il­vægt að þeir sem taka und­ir þau sjón­ar­mið tali skýrt og láti verk­in tala í þeim efn­um. Tryggja þarf með lög­um heild­stæð tök lög­gjaf­ar- og fram­kvæmda­valds á orku­mál­um og að skipu­lags­ákv­arðanir um upp­bygg­ingu meiri­hátt­ar iðnaðar og orku­fram­kvæmda séu tekn­ar á landsvísu en ekki af handa­hófi og vegna skamm­tíma­sjón­ar­miða. Brýnt er jafn­framt að Íslend­ing­ar móti sér vist­væna og sjálf­bæra orku­stefnu til langs tíma litið eins og VG hef­ur lengi talað fyr­ir og ít­rekað lagt fram til­lög­ur um, síðast í stefnu­rit­inu Græn framtíð," sam­kvæmt yf­ir­lýs­ingu VG.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert