Viðvarandi vanskil LSH

Landspítalinn-háskólasjúkrahús
Landspítalinn-háskólasjúkrahús mbl.is/ÞÖK
Eftir Andra Karl

andri@mbl.is

Gjaldfallnar skuldir Landspítala – háskólasjúkrahúss, sem bera vanskilavexti, nema um 900 milljónum króna. Vanskil spítalans vegna kaupa á lyfjum og hjúkrunarvörum hjá aðildarfyrirtækjum Félags íslenskra stórkaupmanna (FÍS) eru þar af um 700 milljónir króna. Framkvæmdastjóri FÍS segir stöðuna árvissa og krefst þess að ráðamenn leysi vandann til frambúðar. Heilbrigðisráðherra segir það á dagskrá ríkisstjórnarinnar.

"Þetta er alla vega í fjórða, ef ekki fimmta, skiptið á fimm árum sem ég hef sent erindi vegna þessa en það hafa aldrei verið nein bein viðbrögð við því. Spítalinn fær líklega á einhverjum tímapunkti fjármagn til að greiða niður skuldir, spurningin er aðeins hvenær og hversu mikið," segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri FÍS, sem í byrjun mánaðar sendi fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra erindi þar sem vakin er athygli á skuldastöðu LSH.

Í erindinu er m.a. rakin niðurstaða úr óformlegri athugun meðal aðildarfyrirtækja félagsins sem selja LSH lyf og hjúkrunarvörur. Vanskil spítalans nema um 700 milljónum króna og er sú upphæð gjaldfallin og að meðtöldum dráttarvöxtum. Hins vegar eru fjölmörg önnur aðildarfélög FÍS sem selja LSH vörur, s.s. rekstrarvörur og matvörur.

"Það sem við erum að benda á og þykir ankannalegt er að þessari ríkisstofnun skuli vera búnar þær aðstæður að þurfa að knékrjúpa fyrir sínum viðskiptavinum, ganga á milli þeirra og reyna að semja dráttarvexti niður," segir Andrés. Hann bendir á að reikna megi með að LSH sé að greiða á milli 600 og 700 þúsund krónur í vanskilavexti á degi hverjum.

Eitt af stóru málum ríkisstjórnarinnar

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert