Lentu í ógöngum í Krossá

Frá Þórsmörk. Krossá er varasöm og aðeins á færi þeirra …
Frá Þórsmörk. Krossá er varasöm og aðeins á færi þeirra sem vanir eru. mbl.is/Brynjar Gauti

Litlu mátti muna að illa færi þegar bíll með tveimur mönnum lenti í ógöngum í Krossá í dag. Bílstjóri sem staddur var í Húsadal í Þórsmörk kom mönnunum til aðstoðar en segir lögregla ljóst að ekki hafi mátt tæpara standa.

Ráðleggur lögregla ferðamönnum að fara varlega á þessum slóðum, leika sér ekki með bíla sína í ánni og leita aðstoðar við að komast yfir ef menn eru ekki vanir. Þetta mun hafa verið í þriðja skipti sem ferðalangar lenda í ógöngum í ánni í vikunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert