Málningu slett á ræðisskrifstofu Íslands í Edinborg

Frá ræðisskrifstofunni í Edinborg
Frá ræðisskrifstofunni í Edinborg

Liðsmenn sam­tak­anna Sa­ving Ice­land helltu í morg­un máln­ingu á bygg­ingu sem hýs­ir meðal ann­ars ræðis­skrif­stofu Íslands í Ed­in­borg í Skotlandi. Jafn­framt var lími klínt á læs­ing­ar húss­ins og skila­boðin „All­ur heim­ur­inn fylg­ist með" og „Íslandi blæðir" límd á skilti og þrep húss­ins.

Seg­ir í til­kynn­ingu frá Sa­ving Ice­land að aðgerðirn­ar séu svar við harka­leg­um aðgerðum lög­reglu gagn­vart liðsmönn­um sam­tak­anna í Reykja­vík um síðustu helgi.

Seg­ir í til­kynn­ing­unni að ís­lenska lög­regl­an hafi ráðist á friðsam­lega liðsmenn sam­tak­anna sem mót­mæltu í miðborg Reykja­vík­ur þann 14. júlí sl. Segj­ast þeir hafa mynd­bönd und­ir hönd­um sem sýni lög­reglu ráðast á liðsmenn Sa­ving Ice­land. Fimm friðsam­ir mót­mæl­end­ur hafi verið færður í fanga­klefa og einn þeirra sé með brot­in rif­bein eft­ir átök við lög­reglu.

Í til­kynn­ingu Sa­ving Ice­land segj­ast sam­tök­in bera ábyrgð á skemmda­verk­un­um á skrif­stofu ræðismanns Íslands í Ed­in­borg en með þeim vilji þau senda ís­lensk­um stjórn­völd­um skýr skila­boð um að eyðilegg­ing ein­staks vist­kerf­is hafi áhrif á allt um­hverfið. Slíkt sé óá­sætt­an­legt.

Frá mótmælum Saving Iceland í miðborg Reykjavíkur þann 14. júlí …
Frá mót­mæl­um Sa­ving Ice­land í miðborg Reykja­vík­ur þann 14. júlí sl. mbl.is/​Friðrik
Frá húsnæði ræðismanns Íslands í Edinborg
Frá hús­næði ræðismanns Íslands í Ed­in­borg
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka