Málningu slett á ræðisskrifstofu Íslands í Edinborg

Frá ræðisskrifstofunni í Edinborg
Frá ræðisskrifstofunni í Edinborg

Liðsmenn samtakanna Saving Iceland helltu í morgun málningu á byggingu sem hýsir meðal annars ræðisskrifstofu Íslands í Edinborg í Skotlandi. Jafnframt var lími klínt á læsingar hússins og skilaboðin „Allur heimurinn fylgist með" og „Íslandi blæðir" límd á skilti og þrep hússins.

Segir í tilkynningu frá Saving Iceland að aðgerðirnar séu svar við harkalegum aðgerðum lögreglu gagnvart liðsmönnum samtakanna í Reykjavík um síðustu helgi.

Segir í tilkynningunni að íslenska lögreglan hafi ráðist á friðsamlega liðsmenn samtakanna sem mótmæltu í miðborg Reykjavíkur þann 14. júlí sl. Segjast þeir hafa myndbönd undir höndum sem sýni lögreglu ráðast á liðsmenn Saving Iceland. Fimm friðsamir mótmælendur hafi verið færður í fangaklefa og einn þeirra sé með brotin rifbein eftir átök við lögreglu.

Í tilkynningu Saving Iceland segjast samtökin bera ábyrgð á skemmdaverkunum á skrifstofu ræðismanns Íslands í Edinborg en með þeim vilji þau senda íslenskum stjórnvöldum skýr skilaboð um að eyðilegging einstaks vistkerfis hafi áhrif á allt umhverfið. Slíkt sé óásættanlegt.

Frá mótmælum Saving Iceland í miðborg Reykjavíkur þann 14. júlí …
Frá mótmælum Saving Iceland í miðborg Reykjavíkur þann 14. júlí sl. mbl.is/Friðrik
Frá húsnæði ræðismanns Íslands í Edinborg
Frá húsnæði ræðismanns Íslands í Edinborg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka