Pólitísk samstaða um lækkun áfengisverðs

ásdís
Eft­ir Hlyn Orra Stef­áns­son
hlyn­ur@bla­did.net

For­ystu­menn fjög­urra flokka á Alþingi segja tíma­bært að end­ur skoða op­in­ber gjöld á áfengi. Vara­formaður Sam­fylk­ing­ar, Ágúst Ólaf­ur Ágústs­son, hef­ur lýst því yfir í Blaðinu að lækka þurfi áfeng­is­verð. Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, mennta­málaráðherra og vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, er sama sinn­is: „Íslend­ing­ar eru full­fær­ir um að taka ákv­arðanir um áfeng­isneyslu sjálf­ir, án þess að stjórn­völd stýri neyslu með háum áfeng­is­gjöld um. En það þarf að auka for­varn­ir í þessu máli eins og öðrum."

Katrín Jak­obs­dótt­ir, vara­formaður VG, seg­ir vel koma til greina að lækka op­in­ber gjöld á áfengi. „Ég held að neyslu­stýr­ing­in sé ekki að virka, og held að gjöld á áfengi hafi ekki áhrif á það hvernig vín­menn­ing þró­ast."

Guðni Ágústs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ir mik­il­vægt að halda að ein­hverju leyti áfram sömu stefnu í áfeng­is­mál­um. „En ég styð það að gjöld á létt­vín og bjór verði lækkuð, og ég held að stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins sé al­mennt í þess­um anda."

Björg­vin G. Sig­urðsson viðskiptaráðherra er fylgj­andi því að lækka op­in­ber gjöld á áfengi, en vill að á móti verði for­varn­ir aukn­ar. „Auðvitað á að stefna að því að verð á áfengi, eins og á öðru, sé í sam­ræmi við það sem geng­ur og ger­ist í Evr­ópu. Það er stefna stjórn­ar­inn­ar að lækka vöru­gjöld og af­nema sér­tæka skatta, og lækkað áfeng­is­gjald er part­ur af því ferli."

Guðjón Arn­ar Kristjáns­son, formaður Frjáls­lynda flokks­ins, var ekki til­bú­inn að svara því hvort hann væri fylgj­andi lækk­un áfeng­is­verðs.

Nán­ar í Blaðinu í dag

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert