Tekist á um turna í miðbænum

Frá miðbæ Hafnarfjarðar
Frá miðbæ Hafnarfjarðar
Eftir Björgu Magnúsdóttur
bjorg@bladid.net

Íbúar í miðbæ Hafnarfjarðar eru ósáttir við áform um byggingu 9 hæða háhýsis. „Þessir turnar munu orsaka myrkur í nágrenninu frá september til mars," segir Ellert Gissurarson, íbúi í grennd við fyrirhugaða byggingu.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur auglýst til kynningar breytt miðbæjarskipulag fyrir lóðina að Strandgötu 26-30 í Hafnarfirði. „Tillagan felur sér byggingu á þriggja hæða verslunar- og þjónustuhúsnæði en hugmynd Hanza-hópsins sem sér um framkvæmdina er að upp frá þeirri byggingu rísi 6 hæða íbúðahús svo byggingin í heild yrði 9 hæðir," segir Bjarki Jóhannesson, skipulags- og byggingafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar. Bjarki segir að samþykkt hafi verið að senda tillöguna í auglýsingu þar sem allir geti gert athugasemdir við hana.

Nánar í Blaðinu í dag

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert