david@mbl.is
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra tilkynnti helmingsaukningu á framlagi Íslands til starfsemi Flóttamannahjálpar SÞ fyrir Palestínumenn (UNRWA) á fundi í Betlehem í gær. Þá hefur verið ákveðið að Ísland fjármagni endurbætur á kvennamiðstöð í flóttamannabúðunum í Shufat.
Samkvæmt upplýsingum úr utanríkisráðuneytinu var framlag Íslands til UNRWA 100.000 dollarar árið 2006, eða sex milljónir ísl. króna að núvirði, 200.000 árið 2007 og stefnt er að því að upphæðin verði 300.000 dollarar árið 2008.
Dagskrá vinnuferðar utanríkisráðherra til Ísraels og Palestínu lauk í gær en Ingibjörg Sólrún heldur til Jórdaníu í dag til að kynna sér aðstæður íraskra flóttamanna. Ráðherrann heimsótti í gær Aida-flóttamannabúðirnar í nágrenni Betlehem og hún hitti einnig hóp palestínskra og ísraelskra kvenna sem um árabil hafa barist fyrir friði.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.