Engan sakaði þegar mannlaus bifreið rann stjórnlaust niður 20 metra langa brekku, yfir steyptan kant og inn í húsgarð Lundabrekku í Kópavogi í dag. Að sögn lögreglu var bifreiðin bæði læst og í handbremsu, en hún var hinsvegar ekki í gír og svo virðist sem að handbremsan hafi ekki haldið bifreiðinni þar sem henni hafði verið lagt í brekkunni.
Lögreglu- slökkviliðsmenn fóru á staðinn en reyk lagði frá bifreiðinni þar sem hún stóð við trépall í garðinum.
Að sögn lögreglu er mikil mildi að enginn skuli hafa orðið fyrir bifreiðinni, sem er talin vera ónýt eftir ferðalagið niður brekkuna.