Aðgerðasinnar úr röðum Saving Iceland létu til skarar skríða í miðborg Reykjavíkur í dag er þeir klifruðu upp á Ráðhús Reykjavíkur og hengdu þar upp borða með áletruninni „Vopnaveita Reykjavíkur?“.
Fram kemur í tilkynningu frá samtökunum að þau hafi einnig dreift tímariti Saving Iceland auk upplýsinga um mannréttindabrot stóriðjufyrirtækja, brask þeirra í vopnaiðnaðinum og ábyrgð á gróðurhúsalofttegundum.
Að sögn lögreglu er um fámennan hóp að ræða. Mótmælin hafa farið friðsamlega fram og hefur lögreglan ekki þurft að hafa afskipti af fólkinu.