Ekið á reiðhjólamann

Reiðhjóla­maður varð fyr­ir fólks­bif­reið á Vest­ur­lands­vegi við Keldna­holt um kl. 9 í dag. Að sögn Slökkviliðs höfuðborg­ar­svæðis­ins var maður­inn flutt­ur slasaður á slysa­deild sjúkra­húss­ins í Foss­vogi.

Að sögn lög­reglu var maður­inn meðvit­und­ar­laus þegar komið var að hon­um á slysstað en hann er hins­veg­ar sagður vera kom­inn til meðvit­und­ar nú. Maður­inn er tal­in bein­brot­inn auk þess sem hann hlaut höfuðáverka. Ekki er vitað hversu al­var­leg meiðsl manns­ins eru.

Lög­regl­an seg­ir að maður­inn hafi verið með hjálm og að það hafi án efa bjargað miklu, en hjálm­ur­inn brotnaði í árekstr­in­um.

Or­sök slyss­ins liggja ekki fyr­ir

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert