Handtökuskipun gefin út á hendur skipstjóra Eyborgar

Yfirvöld á Möltu gáfu í dag út handtökuskipun á Ólaf Ragnarsson, skipstjóra á togaranum Eyborg, fyrir að taka 20 flóttamenn um borð í síðasta mánuði. Skipstjórinn flutti fólkið til Möltu. Greint hefur verið frá þessu í þarlendum fjölmiðlum og þar sagt að leitað sé að honum.

Fanný Hjartardóttir eiginkona Ólafs segir í viðtali við Sjónvarpið að hann sé nú staddur á Möltu og hún ætlar að hafa samband við utanríkisþjónustuna strax í fyrramálið og leita liðsinnis hennar. Ólafur hefur þó enn ekki verið handtekinn.

Flóttamennirnir voru frá Líbýu og kröfðust þarlend yfirvöld að farið yrði með fólkið aftur þangað og undir þá kröfu tóku yfirvöld á Möltu. Útgerð Eyborgar harðneitaði þessu og á því byggist handtökuskipunin, samkvæmt vef RÚV.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert