Lét ófriðlega í flugi og veittist að lögreglumönnum við handtöku

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í dag karlmann í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem var að koma úr flugi frá Bandaríkjunum í morgun. Að sögn lögreglu hafði maðurinn, sem var ölvaður, látið ófriðlega í flugvélinni og veittist hann að lögreglumönnum við handtöku í dag. Honum var síðan sleppt lausum um miðjan dag að lokinni skýrslutöku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka