Reykur frá járnblendiverksmiðjunni Grundartanga

Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga.
Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga. mbl.is

Mann­leg mis­tök urðu þess vald­andi að tals­verður reyk­ur slapp út úr ofni í járn­blendi­verk­smiðjunni á Grund­ar­tanga í dag. Óhöpp sem þessi verða nokkr­um sinn­um í viku að sögn deild­ar­stjóra hjá járn­blend­inu þó tekst yf­ir­leitt að kom­ast fyr­ir lek­ann fyrr en í dag. Odd­viti Kjós­ar­hrepps seg­ir járn­blendið sleppa reykn­um út eft­ir þörf­um. RÚV greindi frá þessu í kvöld­frétt­um.

Tals­verður reyk­ur slapp út úr Járn­blendi­verk­smiðjunni á Grund­ar­tanga í dag. Of mik­ill hiti myndaðist í ein­um af þrem­ur ofn­um verk­smiðjunn­ar með þeim af­leiðing­um að sjálf­virk­ur hreinsi­búnaður opnaði reykn­um leið út í and­rúms­loftið. Reyk­ur­inn streymdi hindr­un­ar­laust í 10 mín­út­ur.

Þórður Magnús­son, deild­ar­stjóri fram­leiðslu­deild­ar Járn­blend­is­ins, seg­ir mann­leg mis­tök hafa orðið til þess að ör­ygg­inu var ekki slegið inn fyrr. Þórður seg­ir að los­un­in sé inn­an þeirra marka sem heim­ild­ir gera ráð fyr­ir. Þá sé reyk­ur­inn ekki hættu­leg­ur, aðallega sé þetta kís­il­ryk og gufa, að því er fram kem­ur á vef RÚV.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert