Hjónin Sigurmundur Gísli Einarsson og Unnur Ólafsdóttir, sem reka ferðaþjónustuna Viking Tours í Vestmannaeyjum, eru sannfærð um að mikil framtíð sé í ferðaþjónustu á landsbyggðinni.
„Sjávarútvegurinn hefur tæknivæðst á síðustu árum með tilheyrandi fækkun starfa," segir Sigurmundur, betur þekktur sem Simmi skipstjóri í Eyjum. „Á móti kemur að ferðaþjónustan getur stuðlað að aukinni atvinnu víða um land. Hér í Eyjum bjuggu 500 manns gegnum aldirnar sem sáu fyrir sér með fiskveiðum. Ég er ekki í vafa um að sami fjöldi getur unnið hér við ferðaþjónustu í framtíðinni."
Viking Tours býður bæði upp á útsýnissiglingu og rútuferðir um Eyjarnar, auk þess sem hjónin reka veitingastaðinn Café Kró.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.