Uppgröftur hafinn að nýju í Vatnsfirði

Vatnsfjörður í Ísafjarðardjúpi er fornt höfðingjasetur.
Vatnsfjörður í Ísafjarðardjúpi er fornt höfðingjasetur. Árni Sæberg

Uppgröftur er hafinn í Vatnsfirði við Djúp en rannsóknir hófust á svæðinu 2. júlí og standa til 27. júlí. Uppgröftur í Vatnsfirði hófst sumarið 2003, þá voru teknir nokkrir könnunarskurðir á svæðinu og í ljós kom langeldur frá landnámstímanum. Sumarið 2004 hófst eiginlegur uppgröftur og grafinn upp skáli frá landnámsöld. Uppgraftarsvæðið var stækkað sumarið 2005. Fundust þá m.a. leifar af smiðju og brot úr gullnælu frá víkingatímanum. Sama sumar hóf Fornleifaskólinn starfsemi sína í Vatnsfirði, alþjóðlegur skóli sem starfar meðan á uppgreftri stendur. Sækja hann nemendur víða að úr heiminum. Samhliða starfsemi hans hófust rannsóknir á menningarlandslagi í kringum Vatnsfjörð. Þetta kemur fram á fréttavefnum Bæjarins besta.

Þeir sem leið eiga um Vatnsfjörð í sumar er hvattir til að staldra við og kynna sér uppgröftinn. Upplýsingaskilti eru á svæðinu, auk þess sem fornleifafræðingarnir eru tilbúnir að svara spurningum, samkvæmt frétt Bæjarins besta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert