Ferðum Herjólfs ekki fjölgað frekar um verslunarmannahelgina

Vega­gerðin sér ekki ástæðu til þess að fara fram á það við Eim­skip að fleiri næt­ur­ferðir verði farn­ar milli lands og Eyja um versl­un­ar­manna­helgi en nú þegar hef­ur verið ákveðið, sam­kvæmt því sem fram kem­ur í skeyti frá Gunn­ari Gunn­ars­syni aðstoðar­vega­mála­stjóra til bæj­ar­yf­ir­valda í Vest­manna­eyj­um.

Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­um, hef­ur svarað skeyt­inu og lýst mikl­um von­brigðum með þessa ákvörðun. á seg­ist hann í svari sínu ætla að óska eft­ir skýr­um svör­um frá sam­gönguráðuneyt­inu um það hvort slík ákvörðun sé end­an­leg.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Elliða hafa 9875 ein­stak­ling­ar pantað far með Herjólfi og flugi á milli lands og Eyja dag­ana 31. júlí til 10. ág­úst. Þá er þegar uppp­antað fyr­ir bíla í 17 ferðir Herjólfs þessa daga.

Ferðum Herjólfs hef­ur þegar verið fjölgað um fimm um versl­un­ar­manna­helg­ina.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka