Framkvæmdastjóri Alþjóðahúss svarar bréfi formanns SVFR

„Bjarni kýs að misskilja orð mín,“ segir Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, við bréfi formanns Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR) sem honum barst hans í dag.

Spurður um hvort af samstarfi Alþjóðahúss og SVFR geti orðið segir Einar Alþjóðahús gjarnan vilja vinna með öllum í samfélaginu svo öllum geti liðið vel. Honum þykir þó að SVFR hafi átt að leita samstarfs við Alþjóðahús áður en þeir gripu til aðgerða.

Einar segir SVFR líta þröngt á málið þar sem þeir vilji að lög um lax- og silungsveiði verði kynnt öllum innflytjendum. Einar segir það í sjálfu sér skiljanlegt þar sem um helstu hagsmunaaðila sé að ræða, en þar sem skortur er á upplýsingum og þýðingum á íslenskum lögum fyrir innflytjendur eru lög um veiði ekki forgangsatriði.

Á bloggsíðu sinni svarar Einar bréfi formanns SVFR í ítarlegu máli.

Bloggsíða Einars Skúlasonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka