Fyrsta strætóstöðin nefnd „Verzló"

Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfisráðs Reykjavíkur er hann afhjúpaði fyrsta …
Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfisráðs Reykjavíkur er hann afhjúpaði fyrsta nafnið í dag.

Fyrsta strætóbiðstöðin í Reykjavík var formlega nefnd í dag og hlaut hún nafnið Verzló. Til stendur að nefna 138 biðstöðvar á næstu tveimur vikum og munu þær fá nöfn á borð við: M.S., M.H., M.R., Stjórnarráðið, Fíladelfía, Gamla sjónvarpshúsið, Kringlan, Dalbraut og Skeifan. Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfisráðs Reykjavíkur afhjúpaði fyrsta nafnið í dag og sagði að valin hefðu verið kunnugleg og lýsandi nöfn á biðstöðvarnar farþegum til þæginda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert